Hrópaði „vúhú!“ og skaut

Blóm og tuskudýr hafa m.a. verið lögð á skólalóð Santa …
Blóm og tuskudýr hafa m.a. verið lögð á skólalóð Santa Fe-skólans til minningar um fórnarlömb árásarinnar. AFP

Ein af þeim sem lést í skotárás í fram­halds­skóla í Texas á föstu­dag var stúlka sem árás­armaður­inn hafði gengið á eft­ir með grasið í skón­um, án ár­ang­urs mánuðum sam­an. Fyr­ir viku hafði hún gripið til þess ráðs, til að losna und­an áreiti hans, að standa upp í kennslu­stund og segja í vitna viðurvist að hún vildi ekki fara á stefnu­mót með hon­um.

Sa­die Baze, seg­ir að dótt­ir sín, Sh­ana Fis­her, hafi verið skot­in til bana af árás­ar­mann­in­um Dimitri­os Pagourtz­is í kennslu­stofu í Santa Fe-skól­an­um á föstu­dag. Pagourtz­is er sautján ára og er í haldi lög­reglu. Hann seg­ist hafa valið fórn­ar­lömb sín og þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við.

Pagourtz­is var sjálf­ur nem­andi í skól­an­um. Hann fór vopnaður hagla­byssu og skamm­byssu í skól­ann á föstu­dags­morg­un og hóf skot­hríð. Tíu lét­ust og þrett­án særðust í árás­inni sem er sú 22. sem gerð er í banda­rísk­um skóla á þessu ári.

Baze seg­ir að Pagourtz­is hafi of­sótt dótt­ur sína, sem varð sex­tán ára á fimmtu­dag, dag­inn áður hún lést. „Eitt skotið var ætlað dótt­ur minni. Og nú mun hún aldrei aft­ur koma heim,“ seg­ir Baze í sam­tali við CNN.

Isa­belle Laym­ance er ein þeirra sem komst lífs af. Hún seg­ist hafa falið sig inni í skáp er árás­armaður­inn hóf skot­hríð. Móðir henn­ar skrif­ar um reynslu dótt­ur sinn­ar á Face­book og hef­ur eft­ir henni að Pagourtz­is hafi hrópað „vúhú!“ er hann hleypti af skot­um í næstu kennslu­sktofu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka