Blár bjarmi frá eldfjallinu

Blár bjarmi frá eldgosinu.
Blár bjarmi frá eldgosinu.

Stjörnurannsóknarstöð á Hawaii hefur birt myndband sem tekið er á einni nóttu skýjum ofar yfir Kilauea-eldfjallinu á stærstu eyju eyjaklasans. Gos hófst í eldfjallinu þann 3. maí og aðfararnótt þess 22., þegar myndbandið var tekið, var hraun frá fjallinu að renna um og umhverfis íbúabyggð á eyjunni. Það náði svo loks til Kyrrahafsins í fyrradag þar sem eitraðar gufur myndast er hraunið rennur út í sjóinn.

Gosið hefur færst í aukana síðustu daga og virðist ekkert lát vera á því. Kilauea er eitt virkasta eldfjall í heimi.

Í frétt Guardian um málið segir að innrauðar síur á myndvél stjörnuskoðunarstöðvarinnar Gemini hafi verið fjarlægðar og því virðist bjarminn frá gosinu blár en ekki rauður á myndbandinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert