Lögðu fram tillögu um vantraust

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. AFP

Stærsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn á Spáni hef­ur lagt fram til­lögu um van­traust á for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Mariano Rajoy. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn lagði til­lög­una fram eft­ir að Íhalds­flokk­ur­inn Partido Pop­ul­ar (PP) var fund­inn sek­ur um að græða á spill­ingu.

Til­lag­an var lögð fram í neðri deild spænska þings­ins, sam­kvæmt því sem talsmaður Sósí­al­ista­flokks­ins sagði við AFP-frétta­stof­una.

176 af 350 þing­mönn­um í neðri deild þings­ins þurfa að samþykkja til­lög­una. Sam­kvæmt er­lend­um miðlum er verk­efnið talið erfitt vegna þess hve sund­ur­leit­ur hóp­ur stjórn­ar­andstaðan er.

Hæstirétt­ur Spán­ar dæmdi í gær 29 manns til sam­tals 351 árs fang­elsis­vist­ar vegna spill­ing­ar­máls­ins sem nefnt hef­ur verið Gurtel-málið. 

Kaup­sýslumaður­inn Francisco Cor­rea er sakaður um að hafa verið forsprakki spill­ing­ar­nets­ins og að hafa greitt mútu­greiðslur til að fyr­ir­tæki hans fengju samn­inga við hið op­in­bera víða um Spán. Car­rera var dæmd­ur í 51 árs fang­elsi.

Er þetta í fyrsta skipti sem ríkj­andi stjórn­ar­flokk­ur á Spáni hef­ur verið fund­inn sek­ur fyr­ir dómi. Rajoy, sem er 63 ára og hef­ur verið formaður íhalds­flokk­sins Partido Pop­ul­ar frá ár­inu 2004, er ekki sakaður um neitt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka