Saka Rússa formlega um að bera ábyrgð

298 manns létust þegar henni var grandað í júlí árið …
298 manns létust þegar henni var grandað í júlí árið 2014. AFP

Yfirvöld í Hollandi og Ástralíu hafa formlega sett fram ásakanir á hendur Rússum um að þeir beri ábyrgð á því að hafa grandað MH17, farþegaþotu Malaysia Airlines, yfir austurhluta Úkraínu í júlí árið 2014. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem yfirvöld í Hollandi sendu frá sér fyrr í dag, en möguleiki er á því ásakanirnar leiði til málshöfðunar. AFP-fréttastofan greinir frá.

Löndin tvö „telja Rússa bera ábyrgð og eiga hlutdeild í því að vélinni var grandað“ segir í yfirlýsingu frá hollensku ríkisstjórninni.

Í gær var greint frá því að hollenska rannsóknarteymið sem rannasakaði atvikið hefði komist að því að flugskeytið sem grandaði vélinni hefði verið í eigu rússneskrar herdeildar. Áður hafði komið fram að flugskeytið hefði verið rússneskrar gerðar. Alls lét­ust 298 manns sem voru um borð í Boeing 777 vél­inni er hún rifnaði í sund­ur í loft­helg­inni yfir Úkraínu á leiðinni frá Amster­dam til Kuala Lump­ur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert