Þingkosningar í síðasta lagi í ársbyrjun

Carlo Cottarelli.
Carlo Cottarelli. AFP

Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, hefur beðið hagfræðinginn Carlo Cottarelli um að taka við embætti forsætisráðherra og mynda nýja ríkisstjórn landsins. Cottarelli ætlar að boða til nýrra þingkosninga í síðasta lagi í ársbyrjun 2019.

Cottarelli, sem er 64 ára gamall, er fyrrverandi framkvæmdastjóri á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hans bíður erfitt verkefni ef marka má fréttir úr ítölskum stjórnmálum. Þingkosningar fóru fram á Ítalíu í mars og hefur ekki enn tekist að mynda ríkisstjórn. Þegar Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin töldu sig komna með starfhæfa stjórn þá neitaði Mattarella að skipa þann sem flokkarnir höfðu valið til að gegna embætti fjármálaráðherra. Við það hækkaði verð á hlutabréfum í Mílanó um 1,75% en skömmu síðar féllu markaðir að nýju. Skuldatryggingarálagið á ríkisskuldabréf er einnig í hæstu hæðum þar þar í landi.

Cottarelli sagði á fundi með blaðamönnum í dag að hann myndi leggja áætlun sína í hendur ítalska þingsins og ef þingheimur samþykkir traust á hann þá verði greidd atkvæði um fjárlög næsta árs. Síðan verði þingið leyst upp og boðað til kosninga í ársbyrjun 2019.

Hann sagðist hins vegar alveg eins eiga von á því að ríkisstjórn hans verði ekki samþykkt af þinginu og þá verði boðað til kosninga fyrr eða í sumarlok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka