4.600 létust á Púertó Ríkó

Bílar á floti í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, í …
Bílar á floti í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, í september. AFP

4.600 manns létust vegna fellibylsins Maríu sem fór yfir Púertó Ríkó í haust. Það er sjötíu sinnum meira mannfall en getið er um í opinberum tölum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Harvard-háskóla sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Þriðjung dauðsfallanna má rekja til skertrar heilbrigðisþjónustu, m.a. vegna rafmagnsleysis, sem og vegna rofs í samgöngum en margir vegir urðu ófærir í kjölfar fellibylsins.

Viðtöl sem tekin voru í tengslum við rannsóknina sýna að dánartíðni jókst um 60% á þremur mánuðunum eftir að fellibylurinn gekk yfir. Samkvæmt opinberum tölum um dauðsföll vegna fellibylsins létust 64 vegna hans.

Sérfræðingar segja að erfitt hafi reynst að meta mannfallið vegna útbreiddrar eyðileggingar á eyjunni.

Púertó Ríkó tilheyrir Bandaríkjunum þótt þar sé töluverð sjálfsstjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert