„Getum ekki leitað að eilífu“

Flak MH370 hefur ekki fundist en við leitina fannst m.a. …
Flak MH370 hefur ekki fundist en við leitina fannst m.a. þetta skipsflak á hafsbotni í suðurhöfum. Um er að ræða flak skips frá 19. öld sem var að flytja kol. AFP

Leit­inni að þotu Malaysia Air­lines, MH370, verður haldið áfram ef ný sönn­un­ar­gögn koma upp á yf­ir­borðið,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherra Malas­íu. Leit­inni sem kostuð var af einkaaðilum lýk­ur senn.

Þotan sem var með 239 inn­an­borðs hvarf spor­laust í mars árið 2014. Hún var þá á leið frá Kuala Lump­ur til Pek­ing. 

Samið var við banda­ríska rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Oce­an In­finity um þriggja mánaða leit­araðgerð og lýk­ur henni á næstu dög­um án þess að nokkr­ar vís­bend­ing­ar um ör­lög vél­ar­inn­ar hafi fund­ist.

Áður höfðu yf­ir­völd í Ástr­al­íu leitt um­fangs­mikla leit í suður­hluta Ind­lands­hafs. Um var að ræða kostnaðar­söm­ustu aðgerð sem um get­ur. Henni var hætt í fyrra.

Mah­at­hir Mohamad, for­sæt­is­ráðherra Malas­íu, hef­ur nú gefið í skyn að yf­ir­völd ætli sér ekki að hefja frek­ari leit að svo stöddu. „Við erum kom­in á þann stað að við get­um ekki haldið áfram að leita að ein­hverju sem við get­um ekki fundið,“ sagði hann á blaðamanna­fundi í dag. „Við skilj­um vel til­finn­ing­ar ást­vina en við get­um ekki leitað að ei­lífu.“

En svo bætti hann við: „Ef við finn­um ein­hverj­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar þá get­ur verið að við höld­um leit­inni áfram.“

Til stend­ur að loka­skýrsla hinn­ar alþjóðlegu leit­araðgerðar, sem Ástr­al­ar fóru fyr­ir, verði gef­in út í júlí. 

Fyr­ir­tækið Oce­an In­finity gerði sam­komu­lag við yf­ir­völd um að ef eitt­hvað myndi finn­ast við leit­ina, svo sem þotan sjálf eða flug­rit­ar henn­ar, fengi það greitt. Ann­ars ekki. Fyr­ir­tækið leitaði á yfir 112 þúsund fer­kíló­metra svæði á sjáv­ar­botni.

Norskt rann­sókn­ar­skip, Sea­bed Constructor, var notað við leit­ina. Kaf­bát­ar og drón­ar voru m.a. notaðir til að kort­leggja hafs­botn­inn.

Brak úr MH370 hef­ur fund­ist á þrem­ur stöðum við strend­ur Ind­lands­hafs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert