Myndaði árásarmanninn í Liège

AFP

Kona í Liège í Belgíu náði að taka myndskeið af árásarmanninum sem skaut tvær lögreglukonur og einn 22 ára mann. BBC hefur birt myndskeiðið.

Í myndskeiðinu má heyra konuna kalla: „Skjótið hann!“, en hún tók myndbandið af svölum heimilis síns skömmu eftir að árásirnar áttu sér stað.

Konan forðar sér svo af svölunum þegar árásarmaðurinn nálgast með tvær byssur. Í lok myndskeiðsins sést hvar vopnaðir lögreglumenn eru mættir á svæðið og árásármaðurinn hefur skotárás á þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka