„Myrti“ blaðamaðurinn Babchenko á lífi

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar höfðu sagt vera látinn eftir að hafa verið skotinn á heimili sínu í Úkraníu er á lífi og heilsast ágætlega.

Frá þessu er greint á vef BBC sem segir Babchenko hafa komið fram á blaðamannafundi sem var sýndur í úkraínska sjónvarpinu  í dag.

Vasyl Hrytsak, yfirmaður öryggislögreglu Úkraínu, sagði við þetta tækifæri að „morðið“ hefði verið sviðsett til að svipta hulunni af rússneskum njósnurum.

Eiginkona Babchenkos hafði áður sagt að hann hefði verið skotinn í bakið á leið frá heimili þeirr. Babchenko hefur m.a. skrifað um rúss­neska herflug­vél sem fórst árið 2016 og hafði áður greint frá morðhót­un­um í kjöl­far um­fjöll­un­ar­inn­ar, en af þeim sök­um flutti hann frá heimalandi sínu Rússlandi til Úkraínu.

Babchen­ko hefur lengi vel gagn­rýnt stjórn­völd í Kreml og bauð sig meðal ann­ars fram fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna í kosn­ing­um árið 2012, auk þess sem hann hef­ur gagn­rýnt aðgerðir Rússa í Sýr­landi og aust­ur­hluta Úkraínu.

Í des­em­ber árið 2016 skrifaði hann Face­book-færslu um flug­vél sem brot­lenti í Svarta­hafi. Um borð var kór Rauða hers­ins sem var á leiðinni til Sýr­lands.

Í færsl­unni lýsti Babchen­ko Rússlandi sem árás­araðila og í kjöl­farið bár­ust hon­um morð- og mis­notk­un­ar­hót­an­ir frá rúss­nesk­um stjórn­völd­um og sagðist ekki leng­ur ör­ugg­ur í Rússlandi.

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko er á lífi eftir allt saman.
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko er á lífi eftir allt saman. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert