Danska þingið hefur samþykkt lög um bann við andlitsblæjum á almannafæri.
„Allir sem klæðast fatnaði sem hylur andlitið á almannafæri verða sektaðir,“ segir í nýju lögunum, sem voru samþykkt með 75 atkvæðum gegn 30.
Lögin taka gildi 1. ágúst næstkomandi. Þau voru lögð fram af ríkisstjórn landsins en nutu einnig stuðnings sósíaldemókrata og Flokks fólksins þar í landi.
Sektin fyrir að nota búrku, sem hylur allt andlitið, eða niqab-andlitsblæju, sem hylur allt nema augun, verður eitt þúsund danskar krónur, eða rúmar 16 þúsund íslenskar krónur.
Sektin hækkar upp í 165 þúsund krónur fyrir endurtekin brot.
Ekki er vitað hversu margar konur nota andlitsblæjur í Danmörku.
„Ég veit ekki hversu margir klæðast búrkum hérna í Danmörku. Ef þú gerir það muntu fá sekt,“ sagði Soren Pape Poulsen, dómsmálaráðherra Danmerkur.