Weinstein ákærður fyrir nauðgun

00:00
00:00

Kvik­mynda­gerðarmaður­inn Har­vey Wein­stein var ákærður form­lega fyr­ir nauðgun og önn­ur kyn­ferðis­brot í New York í gær. Lögmaður hans seg­ir að Wein­stein sé sak­laus og harðneiti þess­um ásök­un­um sem fram komi í ákær­unni.

Tæp­ir átta mánuðir eru síðan kon­ur stigu fram og sökuðu Wein­stein um kyn­ferðis­lega áreitni og marg­vís­legt kyn­ferðis­legt of­beldi. Ásak­an­ir á hend­ur hon­um mörkuðu upp­haf her­ferðar #MeT­oo sem hef­ur haft gríðarleg áhrif um all­an heim. 

Héraðssak­sókn­ari á Man­hatt­an, Cyr­us Vance, seg­ir að með ákær­unni stytt­ist í að stefndi verði lát­inn gjalda fyr­ir of­beldið sem hann er ákærður fyr­ir. Þetta mál verði rekið í dómsal eins og vera ber ekki í fjöl­miðlum, sagði Vance en hann hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafa ekki ákært Wein­stein fyr­ir sam­bæri­leg brot fyr­ir þrem­ur árum.

„Þessi rann­sókn stend­ur enn yfir,“ seg­ir Vance og hvet­ur fórn­ar­lömb Wein­stein til þess að hafa sam­band. 

Wein­stein er ákærður fyr­ir að hafa nauðgað konu á ár­inu 2013 og fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart ann­arri konu árið 2004. Hvor­ug þeirra hef­ur verið nafn­greind. 

Að sögn lög­manns Wein­stein snýst nauðgun­ar­ákær­an um konu sem Wein­stein hafi átt í tíu ára ástar­sam­bandi við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert