Hlaut lífstíðardóm fyrir hryðjuverk

Rak­hmat Aki­lov fyr­ir rétti í Stokk­hólmi. Hann seg­ist hafa viljað …
Rak­hmat Aki­lov fyr­ir rétti í Stokk­hólmi. Hann seg­ist hafa viljað hefna fyr­ir þátt­töku Svía í bar­átt­unni gegn Ríki íslams. AFP

Rak­hamat Aki­lov var í dag dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir hryðju­verk í Stokk­hólmi í apríl á síðasta ári. Aki­lov myrti fimm manns með því að aka flutn­inga­bíl niður fjöl­farna göngu­götu, en einnig voru tug­ir manna sem særðust í árás­inni. 

Aki­lov var ákærður fyr­ir hryðju­verk og til­raun til hryðju­verks, en þegar hann hafði ekið bíl sín­um á veg­far­end­ur reyndi hann, án ár­ang­urs, að kveikja á sprengju­belti sem hann bar á sér. Sak­sókn­ari fór fram á lífstíðarfang­elsi yfir hon­um og brott­vikn­ingu.

Aki­lov játaði hryðju­verk­in á fyrsta degi aðalmeðferðar máls­ins, og sagði mark­mið sitt hafa verið að „myrða sænska borg­ara". Hann var einnig fund­inn sek­ur um að hafa „valdið sænsku þjóðinni al­var­leg­um skaða“ með verknaðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert