Kveða upp dóm vegna hryðjuverkaárásar

Fimm manns léstust í árásinni.
Fimm manns léstust í árásinni. AFP

Í Stokk­hólmi í dag verður kveðinn upp dóm­ur yfir Rak­hamat Aki­lov, hæl­is­leit­anda frá Úsbekist­an, sem myrti fimm manns í borg­inni í apríl á síðasta ári með því að aka flutn­inga­bíl niður fjöl­farna göngu­götu. Sveigði Aki­lov bíln­um til og frá til að aka niður sem flesta. Fyr­ir utan þá fimm sem lét­ust voru tug­ir sem slösuðust.

Aki­lov er ákærður fyr­ir hryðju­verk og til­raun til hryðju­verks, en sak­sókn­ari fer fram á lífstíðarfang­elsi yfir hon­um og brott­vikn­ingu.

Aki­lov, sem hafði verið synjað um hæli í Svíþjóð 2016, sagðist fyr­ir dómi hafa heitið hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams holl­ustu sinni kvöldið áður en hann gerði árás­ina. Ríki íslams hef­ur hins veg­ar aldrei lýst yfir ábyrgð á árás­inni. Aki­lov sagði einnig að hann hefði ætlað að deyja píslar­vætta­dauða. Eft­ir árás­ina flúði hann hins veg­ar af vett­vangi en náðist skömmu síðar. Hann játaði mjög flótt á sig glæp­inn og sagðist hafa gert þetta því hann verkjaði „í hjartað og sál­ina vegna þeirra sem hafa þjáðst vegna spreng­inga NATO.“

Er Aki­lov sagður ekki hafa látið neina iðrun eða eft­ir­sjá í ljós við rétt­ar­höld­in og ekki hafa sýnt nein svip­brigði þegar mynd­ir af vett­vangi og þeim látnu voru sýnd­ar á stór­um skjá í rétt­ar­saln­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert