Kveða upp dóm vegna hryðjuverkaárásar

Fimm manns léstust í árásinni.
Fimm manns léstust í árásinni. AFP

Í Stokkhólmi í dag verður kveðinn upp dómur yfir Rakhamat Akilov, hælisleitanda frá Úsbekistan, sem myrti fimm manns í borginni í apríl á síðasta ári með því að aka flutningabíl niður fjölfarna göngugötu. Sveigði Akilov bílnum til og frá til að aka niður sem flesta. Fyrir utan þá fimm sem létust voru tugir sem slösuðust.

Akilov er ákærður fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks, en saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum og brottvikningu.

Aki­lov, sem hafði verið synjað um hæli í Svíþjóð 2016, sagðist fyrir dómi hafa heitið hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams holl­ustu sinni kvöldið áður en hann gerði árás­ina. Ríki íslams hef­ur hins veg­ar aldrei lýst yfir ábyrgð á árás­inni. Akilov sagði einnig að hann hefði ætlað að deyja píslarvættadauða. Eftir árásina flúði hann hins vegar af vettvangi en náðist skömmu síðar. Hann játaði mjög flótt á sig glæpinn og sagðist hafa gert þetta því hann verkjaði „í hjartað og sál­ina vegna þeirra sem hafa þjáðst vegna spreng­inga NATO.“

Er Aki­lov sagður ekki hafa látið neina iðrun eða eft­ir­sjá í ljós við réttarhöldin og ekki hafa sýnt nein svipbrigði þegar myndir af vettvangi og þeim látnu voru sýndar á stórum skjá í réttarsalnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert