Fjórir Palestínumenn, einn þeirra 15 ára gamall, voru myrtir af Ísraelum við landamæri Gaza-strandarinnar í dag. Heilbrigðisráðuneytið á Gaza greindi frá.
Hinn 15 ára gamli Haitham al-Jamal var skotinn til bana austan við borgina Khan Yunis við landamærin. Samkvæmt ísraelska hernum komu um tíu þúsund Palestínumenn að landamærunum og kom til ágreinings milli Palestínumanna og Ísraela.
Í yfirlýsingu frá hernum kemur fram að hann hafi notað hluti til að kveða niður óeirðir og hagi sér í samræmi við reglur.
Að minnsta kosti 128 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi Ísraela síðan mótmæli brutust út á Gaza í lok mars. Enginn Ísraeli hefur látið lífið á þeim tíma.
Mótmælin náðu hámarki 14. maí þegar að minnsta kosti 61 Palestínumaður var myrtur í mótmælum í tengslum við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem.