Rússar fái inngöngu í hóp G7-ríkja

Donald Trump áður en hann hélt af stað á fundinn.
Donald Trump áður en hann hélt af stað á fundinn. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að Rússar fái inngöngu í hóp G7-ríkja á nýjan leik en þeir voru reknir þaðan fyrir fjórum árum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga sem áður tilheyrði Úkraínu.

Forsetinn greindi óvænt frá þessu áður en hann lagði af stað til Kanada þar sem G7-ríkin funda næstu tvo daga. Hann verður sá síðasti af leiðtogum ríkjanna sjö til að mæta á fundinn.

„Þau hentu Rússum út. Þau ættu að hleypa þeim aftur inn vegna þess að Rússar eiga að fá að sitja við samningaborðið,“ sagði Trump áður en hann steig um borð í forsetaflugvélina.

Ekki hafinn yfir lögin 

Trump var spurður út í rannsókn á meintum tengslum Rússa við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sagðist hann ekki vera yfir lögin hafinn en nefndi að hann hefði rétt til að náða sjálfan sig.

„Ég er ekki yfir lögin hafinn. Ég vil ekki að neinn sé hafinn yfir lögin,“ sagði Trump.

Hann bætti við að hann hefði ekki brotið af sér í málinu og því þurfi hann ekki að náða sjálfan sig.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert