Trump hlakkar til að útkljá málin

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætla að nýta fund G7-ríkjanna til að ráða fram úr því sem hann kallar ósanngjarna viðskiptasamninga við bandamenn Bandaríkjanna.

„Hlakka til að útkljá málin varðandi ósanngjarna viðskiptasamninga við G7-ríkin. Ef það gerist ekki komum við jafnvel enn betur út úr þessu!“ skrifaði Trump á Twitter.

Gert er ráð fyr­ir að fund­ur­inn, sem hefst í Kanada í dag, verði sá hat­ramm­asti í mörg ár þar sem meðal ann­ars verður rætt um tolla­mál. Bæði yf­ir­völd í Kan­ada og Frakklandi hafa harðlega gagn­rýnt ákvörðun Trumps um að setja tolla á inn­flutn­ing á stáli og áli til Banda­ríkj­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert