Donald Trump Bandaríkjaforseti ætla að nýta fund G7-ríkjanna til að ráða fram úr því sem hann kallar ósanngjarna viðskiptasamninga við bandamenn Bandaríkjanna.
„Hlakka til að útkljá málin varðandi ósanngjarna viðskiptasamninga við G7-ríkin. Ef það gerist ekki komum við jafnvel enn betur út úr þessu!“ skrifaði Trump á Twitter.
Looking forward to straightening out unfair Trade Deals with the G-7 countries. If it doesn’t happen, we come out even better!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2018
Gert er ráð fyrir að fundurinn, sem hefst í Kanada í dag, verði sá hatrammasti í mörg ár þar sem meðal annars verður rætt um tollamál. Bæði yfirvöld í Kanada og Frakklandi hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Trumps um að setja tolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna.