Fjölmargir minnast bandaríska sjónvarpskokksins, Anthony Bourdain, á samfélagsmiðlum en Bourdain er látinn 61 árs að aldri. Ferðalag hans til Íslands árið 2014 vakti mikla sjónvarpsáhorfenda og þykir Íslands-þátturinn einn sá besti í þáttaröðinni No Reservations.
Bourdain framdi sjálfsvíg í Frakklandi en þar var hann við tökur á þætti í þáttaröðinni Parts Unknown en þættirnir, sem eru sýndir á CNN, hafa meðal annars unnið til Emmy-verðlauna.
Fólk alls staðar að minnist Bourdain, þar á meðal forseti Bandaríkjanna. Náinn vinur hans, Eric Ripert, sem stýrir veitingastaðnum Le Bernardin í New York, kom að Bourdain látnum í hótelherbergi sínu. „Anthony var besti vinur minn," skrifar Ripert á Twitter. „Einstakur maður, hvetjandi og örlátur."
CNN minnist hans í yfirlýsingu sem sjónvarpsstöðin sendi frá sér í gær. Þar kemur fram aðBourdain hafi með ástríðu sinni fyrir nýjum ævintýrum og vinum, góðum mat og víni, sagt heiminum ógleymanlegar sögur.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir að dauði Bourdain sé mikil harmafregn. Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna minnist hans einnig en Bourdain kenndi Obama hvernig eigi að borða víetnamskar núðlur á veitingastað í Hanoi fyrir nokkrum árum. „Hann fræddi okkur um mat en það sem er meira um vert er hæfileiki hans að tengja okkur saman. Að gera okkur minna hrædd við það sem við þekkjum ekki. Við söknum hans, skrifar Obama á Twitter.
Þáttur Bourdain frá Íslandi vakti mikla athygli ekki síst þegar hann tekur of hraustlega á í drykkju á íslensku Brennivíni. Etur hákarl og endar inni í helli. Hann á ekki til orð til að lýsa íslenskri matarhefð og talar um að það hafi verið mistök að heimsækja landið í janúar.
Hann lýsir myrkrinu á íslensku vetrarkvöldi og til þess að þola þetta þá þurfi viðkomandi að vera vanur þessu. Hann hafi svo sannarlega ekki verið vanur slíku myrkri. Hann heimsótti íslenska líkamsræktarstöð enda sé þeirra leiða sem Íslendingar velja til þess að stytta sér stundir á veturna - að lyfta lóðum. Hann fær sér súpu með kraftlyftingarmönnum og lýsa þeir kröftum íslensku kjötsúpunnar fyrir sjónvarpskokkinum.
Bourdain hóf starfsferilinn við uppvask á veitingastað í New York en hann er fæddur þar í borg 25. júní 1956. Hann lauk námi fráCulinaryInstitute ofAmerica árið 1978 og starfaði á mörgum þekktum veitingastöðum á ferlinum. Meðal annars var hann yfirmatreiðslumaður áBrasserie LesHalles á Manhattan.
Hann varð hins vegar heimsþekktur eftir útgáfu bókarinnar Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly. Þar lýsti hann fyrir lesendum striti þeirra sem starfa á bak við tjöldin á bandarískum veitingastöðum. Fólk sem aldrei er nefnt á nafn þegar kemur að frægðarsól veitingahúsa en er fólkið sem á heiðurinn af því að maturinn ratar á diska gesta. Oft eru þetta spænsku mælandi innflytjendur.
Í kjölfar útgáfu bókarinnar hófst sjónvarpsferill hans með þáttunum A Cook'sTour áFoodNetwork. Þaðan fór hann tilTravelChannel og gerði þættinaNoReservations áður en hann flutti sig um set og hóf störf hjá CNN þar sem hann starfaði allt til síðasta dags.
Bourdain talaði í þáttum sínum um ánægjuna og gleðina sem fylgir góðum mat og drykk og var ekkert feiminn við að ræða um sína eigin djöfla, þar á meðal áfengis og lyfjaneyslu auk þunglyndis. Hann lætur eftir sig unga dóttur,Ariane, en móðir hennar er fyrrverandi eiginkona hans,OttaviaBusia. Unnusta hans er ítalska leikkonanAsiaArgento enBourdain var í framvarðasveit þeirra sem héldu #MeToo baráttunni á lofti.Argento er ein þeirra sem varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu bandaríska kvikmyndaframleiðandansHarveyWeinstein.
„Ég kem frá hrottalegum rekstri sem hefur í gegnum tíðina komið illa fram við konur,“ sagði Bourdain í viðtali við The Daily Show í janúar. „Ég þekki margar konur sem hafa sögur að segja um reynslu þeirra af fólki sem ég þekkti,“ bætti hann við.
Argento biður fólk um að sýna sér skilning og virða einkalíf hennar og fjölskyldu hans á meðan þau syrgi. „Hæfni hans og óttaleysi hafi áhrif á svo marga og örlæti átti sér engin mörk,“ skrifar hún.
Sjónvarps- og matreiðslumaðurinn Andrew Zimmern talar um vinskap sinn við Bourdain og það sem þeir áttu sameiginlegt. Þeir kynntust fyrir 13 árum síðan og urðu strax vinir. Þeir ræddu oft sín á milli við þrýstinginn og áreitið sem fylgi frægð. Þeir háðu báðir baráttu við fíkn.
„Við áttum það sameiginlegt að þrá það heitt að komast út úr þessum brjálaða rússibana en á sama tíma vissum við að þetta var starf okkar,“ segir Zimmern. „Heimurinn hefur misst stórkostlegan einstakling og ég hef misst einn af þeim fáu sem ég gat rætt um þessa hluti. Þegar við hittumst ræddum við saman úti í horni eða yfir mat og deildum okkar dýpstu en um leið myrkustu hugsunum.“
Þeir ræddust síðast við fyrir um mánuði síðan. „Hann sagði mér að hann hefði aldrei verið svona hamingjusamur áður. Hann hafði loksins fundið sannan sálufélaga í Asiu,“ segir Zimmern.
Fréttir af sjálfsvígi Bourdain bárust aðeins nokkrum dögum eftir að hönnuðurinn Kate Spade framdi sjálfsvíg. Spade var 55 ára þegar hún lést.
„Velgengi ver þig ekki fyrir þunglyndi. Hún ver þig ekki fyrir sjálfsvígum,“ segir Jodi Gold, framkvæmdastjóri Gold Center for Mind Health and Wellness, í samtali við CNN.
Samkvæmt gögnum frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum hefur sjálfsvígum fjölgað um 30% þar í landi frá árinu 1999 og árið 2016 frömdu tæplega 45 þúsund Bandaríkjamenn sjálfsvíg. Segir í skýrslu þeirra að sjálfsvíg séu vaxandi heilbrigðisvandamál og þeim hafi fjölgað ískyggilega í 44 ríkjum Bandaríkjanna af 50.