Fór hamförum á Twitter

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP

Stjórnlaus reiði stýrir ekki alþjóðlegu samstarfi, segir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, eftir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga G7-ríkjanna eftir fund þeirra í Kanada.

Macron lét þessi ummæli falla í morgun í kjölfar þess að Trump vildi ekki taka undir yfirlýsingu annarra leiðtoga ríkjanna í gærkvöldi.

Við eyddum tveimur dögum í að komast að sameiginlegri niðurstöðu og við höldum okkur við hana þrátt fyrir að einhver gangi á bak orða sinna eða rugli eitthvað, segir Macron.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron.
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron. AFP

Hann segir mikilvægt að sýna alvöru og hegðun sem sé sæmandi. „Við skuldbindum okkur og við stöndum við skuldbindingar okkar,“ segir Macron og bætir við: „Frakkar og Evrópa standa við stuðning sinn við yfirlýsingu G7.“

Nokkrum mínútum eftir að samkomulagið var samþykkt af Trump sem og öðrum leiðtogum G7 ríkjanna í Quebec tilkynnti forseti Bandaríkjanna á Twitter að hann væri hættur við að styðja samkomulagið. 

Í kjölfarið sendi hann fjölmörg skilaboð til heimsins á Twitter en þau sendi hann frá forsetaflugvélinni á leið sinni til Singapúr. Þar munu þeir Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ræða saman á þriðjudag. 

Trump sakaði forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, um óheiðarleika. Með því svaraði hann Trudeau sem sagði að Kanadabúar myndu ekki láta ráðskast með sig. 

Brot af því besta








mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert