Stjórnlaus reiði stýrir ekki alþjóðlegu samstarfi, segir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, eftir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga G7-ríkjanna eftir fund þeirra í Kanada.
Macron lét þessi ummæli falla í morgun í kjölfar þess að Trump vildi ekki taka undir yfirlýsingu annarra leiðtoga ríkjanna í gærkvöldi.
Við eyddum tveimur dögum í að komast að sameiginlegri niðurstöðu og við höldum okkur við hana þrátt fyrir að einhver gangi á bak orða sinna eða rugli eitthvað, segir Macron.
Hann segir mikilvægt að sýna alvöru og hegðun sem sé sæmandi. „Við skuldbindum okkur og við stöndum við skuldbindingar okkar,“ segir Macron og bætir við: „Frakkar og Evrópa standa við stuðning sinn við yfirlýsingu G7.“
Nokkrum mínútum eftir að samkomulagið var samþykkt af Trump sem og öðrum leiðtogum G7 ríkjanna í Quebec tilkynnti forseti Bandaríkjanna á Twitter að hann væri hættur við að styðja samkomulagið.
Í kjölfarið sendi hann fjölmörg skilaboð til heimsins á Twitter en þau sendi hann frá forsetaflugvélinni á leið sinni til Singapúr. Þar munu þeir Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ræða saman á þriðjudag.
Trump sakaði forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, um óheiðarleika. Með því svaraði hann Trudeau sem sagði að Kanadabúar myndu ekki láta ráðskast með sig.
Brot af því besta
PM Justin Trudeau of Canada acted so meek and mild during our @G7 meetings only to give a news conference after I left saying that, “US Tariffs were kind of insulting” and he “will not be pushed around.” Very dishonest & weak. Our Tariffs are in response to his of 270% on dairy!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018
Based on Justin’s false statements at his news conference, and the fact that Canada is charging massive Tariffs to our U.S. farmers, workers and companies, I have instructed our U.S. Reps not to endorse the Communique as we look at Tariffs on automobiles flooding the U.S. Market!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018
…Create peace and great prosperity for his land. I look forward to meeting him and have a feeling that this one-time opportunity will not be wasted!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018
The United States will not allow other countries to impose massive Tariffs and Trade Barriers on its farmers, workers and companies. While sending their product into our country tax free. We have put up with Trade Abuse for many decades — and that is long enough.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018
...U.S.A. Trade. They fully understand where I am coming from. After many decades, fair and reciprocal Trade will happen!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018
Just left the @G7 Summit in beautiful Canada. Great meetings and relationships with the six Country Leaders especially since they know I cannot allow them to apply large Tariffs and strong barriers to...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018
Just met the new Prime Minister of Italy, @GiuseppeConteIT, a really great guy. He will be honored in Washington, at the @WhiteHouse, shortly. He will do a great job - the people of Italy got it right!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018