Trump bindur enda á aðskilnað fjölskyldna

Donald Trump undirritar forsetatilskipun þess efni að hætt verða að …
Donald Trump undirritar forsetatilskipun þess efni að hætt verða að aðskilja fjölskyldur innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað forsetatilskipun sem felur í sér að hætt verði að aðskilja foreldra og börn ólöglegra innflytjenda. Með undirskriftinni er Trump að bregðast við afar umdeildri stefnu ríkisstjórnar sinnar.

„Þetta snýst um að fjölskyldur séu saman,“ sagði Trump þegar hann undirritaði tilskipunina við formlega athöfn í Washington. „Ég var ekki hrifinn af því að fjölskyldur voru aðskildar,“ bætti hann við, en ítrekaði á sama tíma að innflytjendastefna stjórnvalda mun áfram fela í sér vinnubrögð þar sem fólki sem reyn­ir að kom­ast til Banda­ríkj­anna með ólög­mæt­um hætti verður ekki sýnt neitt umb­urðarlyndi. 

Tilskipunin tók gildi við undirritun Trumps og verður í gildi þar til ný löggjöf um innflytjendur verður samþykkt. Frumvarp þess efnis verður til umfjöllunar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á morgun, fimmtudag. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að kosið verði um löggjöfina í þeim tilgangi að gera fjölskyldum kleift að vera saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert