Fataval Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, þegar hún heimsótti búðir fyrir börn ólöglegra innflytjenda í Texas við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í dag, hefur verið harðlega gagnrýnt.
Melania klæddist jakka frá tískuvöruversluninni Zara þegar hún fór um borð í flugvélina til Texas. Á bakhlið jakkans er áletrunin: „I really don´t care, do u?“ eða: „Mér er alveg sama, hvað með þig?“
FLOTUS spox confirms Mrs. Trump wore a jacket to visit border kids that reads: "I really don't care. Do you?" Spox says: "It's a jacket. There was no hidden message. After today's important visit to Texas, I hope the media isn't going to choose to focus on her wardrobe." pic.twitter.com/Bp4Z8n455G
— Jim Acosta (@Acosta) June 21, 2018
Við komuna til Texas hafði forsetafrúin hins vega skipt úr græna jakkanum yfir í hvítan látlausari jakka með engri áletrun. Fréttaritari CNN, Jim Acosta, vakti athygli á málinu á Twitter. Talskona Melaniu, Stephanie Grisham, svararði um hæl og segir að ekki hafi verið um dulin skilaboð að ræða og að fjölmiðlar ættu að einbeita sér að því að fjalla um gjörðir hennar í embætti frekar en klæðaburð.
Today’s visit w the children in Texas impacted @flotus greatly. If media would spend their time & energy on her actions & efforts to help kids - rather than speculate & focus on her wardrobe - we could get so much accomplished on behalf of children. #SheCares #ItsJustAJacket
— Stephanie Grisham (@StephGrisham45) June 21, 2018