„Mér er alveg sama, hvað með þig?“

Melania Trump, forsetafrú, í jakkanum sem vakti mikla athygli.
Melania Trump, forsetafrú, í jakkanum sem vakti mikla athygli. AFP

Fataval Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, þegar hún heimsótti búðir fyrir börn ólöglegra innflytjenda í Texas við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í dag, hefur verið harðlega gagnrýnt.

Melania klæddist jakka frá tískuvöruversluninni Zara þegar hún fór um borð í flugvélina til Texas. Á bakhlið jakkans er áletrunin: „I really don´t care, do u?“ eða: „Mér er alveg sama, hvað með þig?“

Við komuna til Texas hafði forsetafrúin hins vega skipt úr græna jakkanum yfir í hvítan látlausari jakka með engri áletrun. Fréttaritari CNN, Jim Acosta, vakti athygli á málinu á Twitter. Talskona Melaniu, Stephanie Grisham, svararði um hæl og segir að ekki hafi verið um dulin skilaboð að ræða og að fjölmiðlar ættu að einbeita sér að því að fjalla um gjörðir hennar í embætti frekar en klæðaburð.


Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert