Höfða mál gegn stjórn Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. AFP

Sautján ríki Banda­ríkj­anna hafa höfðað mál gegn rík­is­stjórn Don­alds Trump vegna „grimm­legs og ólög­legs“ aðskilnaðar flótta­fjöl­skyldna. Meðal ríkj­anna eru Washingt­on, New York og Kali­forn­ía.

And­mæla rík­in þeirri stefnu að neita hæl­is­leit­end­um við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó að koma inn í landið.

Þá hef­ur dóm­ari í Kali­forn­íu kom­ist að þeirri niður­stöðu að sam­eina beri all­ar fjöl­skyld­ur óskráðra inn­flytj­enda, sem sundrað hef­ur verið við landa­mær­in, inn­an næstu þrjá­tíu daga. Sam­kvæmt ákvörðun dóm­ar­ans skulu börn yngri en fimm ára vera sam­einuð for­eldr­um sín­um inn­an fjór­tán daga.

Meðal dóms­skjala voru meðal ann­ars vitn­is­b­urðir margra for­eldr­ar sem höfðu hvorki getað fundið né haft sam­band við börn­in sín eft­ir að landa­mæra­verðir aðskildu þau.

Í máls­höfðun ríkj­anna sautján kem­ur einnig fram að til­skip­un Trumps frá 20. júní, um að halda eigi flótta­fjöl­skyld­um sam­an, sé blekkj­andi.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka