Ákærður fyrir hatursglæpi

Hvítir kynþáttahatarar frá ýmsum samtökum komu saman til að mótmæla …
Hvítir kynþáttahatarar frá ýmsum samtökum komu saman til að mótmæla í Charlottesville. AFP

Banda­ríkjamaður­inn James Alex Fields hef­ur verið ákærður fyr­ir hat­urs­glæp, en hann keyrði bif­reið inn í mannþröng í mót­mæl­um í Char­lottesville með þeim af­leiðing­um að ein mann­eskja lést og marg­ir slösuðust.

Sam­kvæmt frétt Guar­di­an hef­ur dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna ákveðið að ákæra hinn 21 árs gamla Fields fyr­ir 30 glæpi, þar af 29 hat­urs­glæpi. Þá hef­ur Fields þegar verið ákærður fyr­ir morð og aðra glæpi í Virg­in­íu.

James Alex Fields.
James Alex Fields. AFP

Fields var fé­lagi í ein­um af þeim hat­urs­hóp­um sem stóðu fyr­ir kröfu­göngu um að sam­eina hægris­innaða Banda­ríkja­menn í ág­úst á síðasta ári. Um var að ræða þjóðern­is­sinna með mik­il­mennsku­brjálæði sem gengu um bæ­inn með kyndla og heilsuðu að nas­istasið.

Dag­inn eft­ir, þegar hóp­ur­inn heim­sótti al­menn­ings­garð þar sem stytta stend­ur af Suður­ríkja­hers­höfðingja, braust út mikið of­beldi á milli þeirra og fólks sem kom til að mót­mæla göng­unni. Þjóðern­is­sinn­arn­ir voru marg­ir hverj­ir vopnaðir kylf­um og spýt­um.

Fields er sakaður um að hafa vilj­andi keyrt inn í hóp fólks í þröngri götu sem var á leið heim eft­ir mót­mæl­in. Heather Heyer lést vegna árás­ar­inn­ar og hef­ur Fields sætt gæslu­v­arðhaldi síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert