Stappar stálinu í taílensku drengina

Skjáskot úr myndbandinu sem síleskir fjölmiðlar birtu í dag. Sepulveda …
Skjáskot úr myndbandinu sem síleskir fjölmiðlar birtu í dag. Sepulveda veit hvað það er mikilvægt að gefast ekki upp. AFP

Mario Sepulveda, einn námuverkamannanna sem voru fastir neðanjarðar í heila 69 daga árið 2010, sendi drengjunum sem eru nú fastir í helli í Chiang Rai-héraði í Taílandi uppörvandi skilaboð í dag og brýndi fyrir þeim að gefast ekki upp.

Sepulveda, sem einnig er þekktur sem Super Mario eftir þrekraun sína í kopar- og gullnámunni í Síle, þar sem hann hjálpaði félögum sínum að halda í baráttuþrekið allan tímann, sagði í myndbandi sem síleskir fjölmiðlar hafa birt  í dag að hugur hans sé með drengjunum tólf og þjálfaranum.

Super Mario segist jafnvel vera að íhuga að bóka sér ferð til Taílands og hjálpa til og að hann sé að reyna að safna fjármunum til ferðarinnar.

„Ég ætla að sjá hvað ég gert gert. Ég ætla að hringja í einhvern frá [sílesku] ríkisstjórninni til að reyna að skrapa saman fjármunum. Ég tel það mikilvægt fyrir landið að við séum þarna, eftir það sem námuverkamennirnir gengu í gegnum,“ sagði Sepulvada við AFP-fréttaveituna.

Lögreglumenn standa vaktina utan við hellismunnann í Taílandi í dag.
Lögreglumenn standa vaktina utan við hellismunnann í Taílandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka