Þrjú ný mál gegn Spacey til rannsóknar

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Þrjú ný mál gegn leik­ar­an­um Kevin Spacey eru til rann­sókn­ar hjá bresku lög­regl­unni, sam­kvæmt heim­ild­um BBC. Alls hafa yfir þrjá­tíu karl­ar stigið fram og sakað Spacey um kyn­ferðis­lega áreitni og eða of­beldi.

Af þeim eru sex mál til rann­sókn­ar hjá bresku lög­regl­unni en leik­ar­inn er sakaður um kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart fimm mönn­um þar í landi auk árás­ar á sjötta mann­inn. 

Tvö nýju mál­anna áttu sér stað í London, í West­minster (1996) og Lambeth (2008). Þriðja málið í Gloucester árið 2013.

Leik­ar­inn Ant­hony Rapp var sá fyrsti sem steig fram og sakaði banda­ríska leik­ar­ann um kyn­ferðis­lega áreitni en í nóv­em­ber 2017 sagði Rapp að Spacey hefði haft í frammi kyn­ferðis­lega til­b­urði í hans garð árið 1986 þegar Rapp var 14 ára en Spacey 26 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka