Drengirnir hitta ástvini sína

Einn drengjanna tólf er borinn út úr hellinum á sjúkrabörum.
Einn drengjanna tólf er borinn út úr hellinum á sjúkrabörum. AFP

Fjölskyldur taílensku fótboltastrákanna sem hefur verið bjargað var úr Tham Luang hellakerfinu eftir næstum því þriggja vikna veru inni í hellinum, hafa nú fengið að heimsækja þá á spítalann.

Glerveggur aðskildi drengina frá ástvinum sínum þar sem þeim er haldið í einangrun vegna sýkingarhættu samkvæmt Dr. Chaiyawej Thanapaisarn, sem ræddi við blaðamenn fyrr í dag. Á blaðamannafundinum var sýnt myndskeið þar sem drengirnir sjást veifa ættingjum sínum sem margir hverjir virtust afar tárvotir samkvæmt vef CNN. 

Thanapaisarn sagði að þrír drengjanna hafa fengið meðferð við vægri lungabólgu en gert er ráð fyrir því að þeir verði flestir útskrifaðir eftir viku. Þá bætti hann við að drengirnir ættu að vera um þrjátíu daga að jafna sig að fullu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert