Myndskeið af fótboltastrákunum tólf sem bjargað var úr Tham Luang hellakerfinu var birt á blaðamannafundi taílenskra yfirvalda í dag.
Myndskeiðið sýnir drengina á sjúkrahúsi þar sem þeim verður haldið í einangrun í að minnsta kosti eina viku til viðbótar á meðan ónæmiskerfi þeirra eru enn viðkvæm. Í myndskeiðinu virðast drengirnir þó vera hressir þar sem þeir veifa myndavélinni.
Drengirnir fengu að sjá ástvini sína í dag í gegnum glervegg þar sem ástand þeirra er enn viðkvæmt og voru endurfundir gleðilegir. Gert er ráð fyrir því að þeir fái svo að hitta ættingja sína aftur síðar í vikunni undir ströngu eftirliti lækna.
Dr. Chaiyawej Thanapaisarn, einn af læknum drengjanna, sagði á blaðamannafundinum að þeir yrðu líkast til þrjátíu daga að ná sér að fullu. Það verður því að koma í ljós hvort að drengirnir muni hafa heilsu til að mæta á úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Rússlandi líkt og þeim var boðið.
Hér má sjá myndskeiðið af drengjunum tólf sem birt var á blaðamannafundinum í dag.
This is such a wonderful video of the cave boys in good spirits in a hospital ward in Chiang Rai. I’m sure still shots of this one will be the front page picture in tommorrow’s newspapers #ThamLuang #พาทีมหมูป่ากลับบ้าน #ถ้ำหลวง #Thailand #ThaiCaveRescue pic.twitter.com/7E00E2yN72
— Richard Barrow in Thailand (@RichardBarrow) July 11, 2018