12 Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers

Aðstoðardómsmálaráðherrann Rod Rosenstein tilkynnti í dag að 12 Rússar hafa …
Aðstoðardómsmálaráðherrann Rod Rosenstein tilkynnti í dag að 12 Rússar hafa verið ákærðir fyrir að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. AFP

12 rússneskir leyniþjónustumenn hafa verið ákærðir fyrir að brjótast inn í tölvukerfi flokksmanna Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, greinir frá þessu.

Leyniþjónustumönnunum tólf er gefið að sök að hafa brotist inn í tölvukerfi flokksins og komist yfir umfangsmikil tölvupóstsamskipti flokksmanna.

Ákæran hluti af afrakstri rann­sóknar Roberts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, vegna meintra af­skipta Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um. Donald Trump Bandaríkjaforseti hef­ur ít­rekað sagt að rannsókn Muellers sé ekkert nema norna­veiðar en að hann muni að sjálfsögðu ræða meint afskipti Rússa af kosningabaráttunni við Valdimír Pútín, forseta Rússlands, á leiðtogafundi þeirra sem fram fer á mánudag í Helsinki. Það sé hins vegar ekki gefið að þær viðræður muni skila ákveðinni niðurstöðu. 

The Washingt­on Post greindi frá því í síðasta mánuði að Mu­ell­er ætli að ljúka við rann­sókn sína í lok sum­ars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert