Flugvél lággjaldaflugfélagsins Ryanair, sem á leið var frá Dyflinni á Írlandi til Króatíu, neyddist til að lenda á Frankfurt-Hahn-flugvelli í nótt eftir að blæða tók úr eyrum farþega vélarinnar.
Orsökin var sú að loftþrýstingur inni í vélinni féll, að því er farþegi um borð segir í viðtali við írska miðilinn Irish Times.
Lögreglan í Frankfurt segir 33 farþega hafa verið flutta á sjúkrahús eftir að hafa kvartað undan höfuð- og eyrnaverkjum auk þess sem þeir þjáðust af ógleði, samkvæmt umfjöllun þýska miðilsins Spiegel.