Rússneska andófshópurinn Pussy Riot stóð fyrir mótmælum á úrslitaleik HM í Rússlandi í dag, er fjórar liðskonur sveitarinnar hlupu inn á völlinn á meðan leikurinn var í fullum gangi, íklæddar lögreglubúningum.
Hópurinn hefur frá stofnun verið gagnrýnin á stjórnvöld í Rússlandi og hafa liðsmenn hans verið fangelsaðir fyrir gjörninga þar sem stjórn Vladimírs Pútín Rússlandsforseta er gagnrýnd.
Pussy Riot birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni skömmu eftir að konurnar hlupu inn á völlinn, þar sem settar voru fram sex kröfur á hendur rússneskum stjórnvöldum.
Hópurinn hljóp inn á völlinn í gervi „himneska lögreglumannsins“, sem var sköpunarverk rússneska skáldsins Dmitry Prigov.
„Himneski lögreglumaðurinn“, samkvæmt samkvæmt sagnaheimi Prigovs, á í tvíhliða samskiptum við sjálfan guð á himnum, á meðan „lögreglumaðurinn á jörðinni“ býr sig undir að ráðast að stjórnmálaviðburðum, sem eru stjórnvöldum ekki að skapi, samkvæmt yfirlýsingu Pussy Riot.
Án þess að við köfum of djúpt í samanburðinn á lögreglumönnunum tveimur er annars vegar um að ræða góðar löggur og hins vegar slæmar löggur.
Kröfur Pussy Riot eru, samkvæmt tístinu: