Pútín lætur Trump bíða

Vladimir Pútín lenti í Helsinki um 55 mínútum of seint.
Vladimir Pútín lenti í Helsinki um 55 mínútum of seint. AFP

Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist ætla að láta Bandaríkjaforseta bíða eftir sér fyrir fund þeirra í Helsinki sem fer fram í dag.

Áætlað var að leiðtogarnir myndu hittast klukkan 13:10 á staðartíma en klukkan 13:00 var Pútín enn ekki stiginn út úr þotu sinni.

Samkvæmt vef Guardian seinkaði Trump brottför sinni af hóteli sínu að finnsku forsetahöllinni um að minnsta kosti tuttugu og sex mínútur þar sem Pútín var ekki mættur.

Rússlandsforseti er vanur að láta fólk bíða eftir sér en hann lét Angelu Merkel Þýskalandskanslara bíða í meira en fjórar klukkustundir þegar þau funduðu árið 2014.

Pútín er nú mættur á fundarstað, um 30 mínútum seinna en áætlað var og von er á Trump innan skamms. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert