Hraun þeyttist á bátinn

Gat kom í þak bátsins.
Gat kom í þak bátsins.

23 farþegar í ferðamanna­báti slösuðust á Hawaii er gló­andi hraun­mol­ar þeytt­ust á þá. Spreng­ing varð er hrauntaum­ur fór út í sjó­inn með þeim af­leiðing­um að hraunið þeytt­ist upp í loftið og lenti ofan á þaki báts­ins. Einn farþegi fót­brotnaði en aðrir hlutu bruna­sár. Þeir voru flutt­ir á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar. Í frétt BBC seg­ir að yf­ir­völd rann­saki aðdrag­anda slyss­ins.

Eld­gos hófst í Ki­lau­ea-eld­fjall­inu á Hawaii í maí og hef­ur gosið staðið linnu­laust síðan. Eitraðar loft­teg­und­ir streyma upp úr gíg fjalls­ins en hraunið hóf fyr­ir nokkru að renna út í Kyrra­hafið. 

Ferðamenn­irn­ir höfðu farið með bátn­um til að fylgj­ast með hraun­inu renna út í hafið. 

Í frétt BBC er viðtal við einn farþeg­anna sem seg­ir að allt hafi gerst svo skyndi­lega að eng­inn tími hafi verið til að flýja af hólmi. 

Ein­hverj­ir farþeg­anna hafa full­yrt að bát­ur­inn hafi verið fyr­ir utan ör­ygg­is­svæði sem yf­ir­völd hafa af­markað í ná­grenni þess staðar þar sem hraunið renn­ur í sjó­inn.

Hraunið rennur út í Kyrrahafið.
Hraunið renn­ur út í Kyrra­hafið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert