Hafa borið kennsl á brennda líkið

Lögreglan hefur borið kennsl á líkið sem fannst brennt úti …
Lögreglan hefur borið kennsl á líkið sem fannst brennt úti í skógi. Wikipedia/J. P. Fagerback

Norska lögreglan hefur nú borið kennsl á lík sem kveikt var í í Maridalnum í Ósló á miðvikudag. Enn hefur ekki tekist að hafa samband við alla aðstandendur og því vill lögreglan ekki gefa upp nafn hins látna að svo stöddu.

Lög­regl­unni barst ábend­ing síðdeg­is á miðviku­dag um að brennt lík væri að finna í Mari­daln­um. Slökkviliðið hafði þá einnig fengið til­kynn­ingu um eld á svæðinu. Sam­kvæmt heim­ild­um norska rík­is­út­varps­ins  var líkið enn að brenna er lög­regl­an kom á vett­vang.

John Ed­vin Lie, sem þekkt­ur er und­ir nafn­inu Johnny Ol­sen, var hand­tek­inn skammt frá þeim stað sem líkið fannst. Hann var dæmd­ur fyr­ir tvö morð í Hade­land árið 1982. Hann hef­ur nú verið úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald vegna gruns um morð.

Lög­regl­an veit ekki hvort að fórn­ar­lambið var drepið á þeim stað þar sem lík þess fannst eða hvort líkið var fært til. 

Krufn­ing á lík­inu hef­ur farið fram en þar sem það er mjög illa farið leiddu frumniður­stöður hvorki kyn, ald­ur né dánar­or­sök í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert