Ráðherra dæmdur fyrir spillingu

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. AFP

Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Robert Mugabe í Simbabve hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir spillingu.

Hinn 62 ára gamli Samuel Undenge var ráðherra orkumála. Hann mun dvelja bak við lás og slá í tvö og hálft ár en eitt og hálft ár var skilorðsbundið.

Hann er fyrsti ráðamaðurinn frá tíma Mugabe til að verða dæmdur síðan Emmerson Mnangagwa tók við embætti forseta í landinu eftir valdarán hersins.

Til­raun Muga­be til þess að gera eig­in­konu sína að eft­ir­manni sín­um í for­seta­embætt­inu varð kveikjan að valdaráni hersins seint á síðasta ári, sem setti af stað rás at­b­urða sem að end­ingu lauk með af­sögn Muga­bes. 

Mnangagwa hefur lýst því yfir að ríkisstjórn hans muni ekki líða neina spillingu. Gagnrýnendur hans segja að hann hafi lítið gert í þeim málum, þótt nokkrir ráðherrar úr ríkisstjórn Mugabe hafi verið handteknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert