Áfrýjun Pussy Riot vísað frá

Veronika Nikulshina, einn liðsmanna Pussy Riot, í dómsal í morgun.
Veronika Nikulshina, einn liðsmanna Pussy Riot, í dómsal í morgun. AFP

Rússneskur dómstóll vísað áfrýjun liðsmanna rúss­neska and­ófs­hóps­ins Pus­sy Riot frá en fjórir liðsmenn hóspsins voru dæmdir til til fimmtán daga fang­elsis­vist­ar fyr­ir mót­mæli sín á úr­slita­leik HM í Rússlandi. Þeim hef­ur sömu­leiðis verið bannað mæta á íþróttaviðburði næstu þrjú árin.

„Ég tel að refsingin sé hæfileg í þessu tilfelli,“ var haft eftir dómaranum Sergei Misyura hjá rússneskum netmiðlum.

Meðlimur Pussy Riot sést hér reyna að gefa varnarmanni Króata …
Meðlimur Pussy Riot sést hér reyna að gefa varnarmanni Króata fimmu. AFP

Veronica Nikuls­hina, Olga Kurachova, Pyotr Verzi­lov og Olga Pak­htu­sova var fundin sek um að hafa hlaupið inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata fór fram. Öll voru þau klædd í lögreglubúning.

Með því vildi hópurinn gagnrýna rússnesku lögregluna. Hópurinn setti fram sex kröf­ur á hend­ur rúss­nesk­um stjórn­völd­um sem birt á Twitter-síðu Pussy Riot eftir að fólkið hljóp inn á völlinn:

  1. Að öll­um pó­lí­tísk­um föng­um verði sleppt.
  2. Að fólk fari ekki í fang­elsi fyr­ir „like“ á sam­fé­lags­miðlum.
  3. Að ólög­leg­um hand­tök­um á stjórn­málaviðburðum verði hætt.
  4. Að sam­keppni í stjórn­mál­um verði leyfð í Rússlandi.
  5. Að stjórn­völd hætti að ásaka fólk um glæpi og halda þeim í fang­elsi fyr­ir eng­ar sak­ir.
  6. Að „lög­reglumaður­inn á jörðinni“ breyt­ist í „him­neska lög­reglu­mann­inn“.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert