Rússneskur dómstóll vísað áfrýjun liðsmanna rússneska andófshópsins Pussy Riot frá en fjórir liðsmenn hóspsins voru dæmdir til til fimmtán daga fangelsisvistar fyrir mótmæli sín á úrslitaleik HM í Rússlandi. Þeim hefur sömuleiðis verið bannað mæta á íþróttaviðburði næstu þrjú árin.
„Ég tel að refsingin sé hæfileg í þessu tilfelli,“ var haft eftir dómaranum Sergei Misyura hjá rússneskum netmiðlum.
Veronica Nikulshina, Olga Kurachova, Pyotr Verzilov og Olga Pakhtusova var fundin sek um að hafa hlaupið inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata fór fram. Öll voru þau klædd í lögreglubúning.
Með því vildi hópurinn gagnrýna rússnesku lögregluna. Hópurinn setti fram sex kröfur á hendur rússneskum stjórnvöldum sem birt á Twitter-síðu Pussy Riot eftir að fólkið hljóp inn á völlinn: