Sex látnir í skógareldum í Grikklandi

Skógareldar geisa í Grikklandi.
Skógareldar geisa í Grikklandi. AFP

Að minnsta kosti sex eru látnir í skógareldum sem geisa í nágrenni Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Fólk sem býr í úthverfi Aþenu næst eldinum hefur verið hvatt til að yfirgefa heimili sín.

Í frétt AFP kemur fram að ljósmyndari fréttastofunnar hafi komið auga á þrjú brunnin lík undir bíl í grennd við bæinn Rafina, um 40 kílómetra austan við Aþenu.

Þrír til viðbótar létust á meðan verið var að flytja þá á spítala fyrr í dag. Grísk yfirvöld hafa beðið um aðstoð frá öðrum löndum til að ráða niðurlögum eldsins.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom fyrr heim úr opinberri heimsókn frá Bosníu en áætlað hafði verið vegna ástandsins heima fyrir. Hann sagði að grísk stjórnvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hægt yrði að slökkva eldana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert