Fundu 26 látna til viðbótar

AFP

Alls hafa fimmtíu fundist látnir eftir skógareldana í Grikklandi. Yfirvöld höfðu áður talið að 24 hefðu látist en í morgun fundust 26 lík í strandbænum Mati sem er í 40 km fjarlægð frá höfuðborginni, Aþenu. Það voru félagar í Rauða krossinum sem fundu þá látnu í garði við glæsihýsi skammt fyrir utan þorpið. 

Yfir 150 hafa slasast í skógareldunum. 

„Við ger­um allt sem í mann­legu valdi stend­ur til þess að ná tök­um á þessu,“ sagði Al­ex­is Tsipras for­sæt­is­ráðherra á fundi með frétta­mönn­um en hann batt enda á op­in­bera heim­sókn sína í Bosn­íu vegna skógar­eld­anna. 

Að sögn slökkviliðsmanna er gríðarlega erfitt að ná yf­ir­tök­um á eld­in­um en flest­ir þeirra sem vitað er að eru látn­ir lokuðust inni í strand­bæn­um Mati, sem er 40 km norðaust­ur af Aþenu. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert