Úrhelli í Grikklandi undanfarna daga hefur leitt af sér skyndiflóð í Aþenu, höfuðborg landsins. Undanfarna daga hafa skógareldar einnig geisað í nágrenni Aþenu og leitt 82 til dauða. Eldarnir eru þeir stærstu í manna minnum í Grikklandi.
Slökkvilið segir að stórar umferðaræðar séu ófærar vegna flóðanna og um 160 íbúar í tveimur af fínni hverfum borgarinnar, Maroussi og Ekali, eru strandaglópar á heimilum sínum.
Varnarmálaráðuneyti Grikklands hefur kallað út hermenn til hjálpar fólkinu og til að fyrirbyggja að flóð verði á fleiri svæðum í höfuðborginni.
Í nóvember létust 16 manns í skyndiflóðum í nágrenni Aþenu.