Spá rigningu í Svíþjóð

<div id="premium-top">Spáð er rigningu í Svíþjóð um helgina og vonast er til þess að hún dragi úr útbreiðslu skógareldanna sem loga í landinu.</div><div></div><div><span>Stefan Löfven forsætisráðherra segir að Svíar geti ekki vænst frekari aðstoðar frá ríkjum Evrópusambandsins við slökkvistarfið en von sé á tyrkneskum flugvélum sem munu taka þátt í slökkvistarfinu. </span></div><div></div><div>Löfven og <span>Morgan Johansson, dóms- og innanríkisráðherra, sitja fyrir á svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi vegna eldanna og er sænska ríkisútvarpið með beina textalýsingu af blaðamannafundinum.</span></div><div></div><div>Svíar hafa fengið aðstoð frá Póllandi, Austurríki, Portúgal, Ítalíu, Danmörku, Litháen, Þýskalandi, Frakklandi og Noregi.</div><div></div><div>Eldarnir loga á alls 23 stöðum samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum í morgun. Þrír stærstu eldarnir eru í Gävleborgs, Jämtlands og Dalarnas. Eldarnir ná yfir fleiri hektara lands en í skógareldunum í Västmanland 2014. </div>

Spáð er rigningu í Suður- og Mið-Svíþjóð og á sunnudag er gert ráð fyrir rigningarskúrum. Talsvert mun rigna í Svealand og Norrland eða um 10-15 millimetra á sex klukkustundum.

„Það er heilmikið en það er ekki nóg til þess að slökkva eldana en gríðarlega mikilvægur liður í að hefta útbreiðslu þeirra,“ segir Ibrahim Al-Mausawe, veðurfræðingur á Veðurstofu Svíþjóðar, í samtali við TT. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert