Gæti tekið fimm daga að fá úrslitin

Kjörseðlum skellt á borðið til flokkunar.
Kjörseðlum skellt á borðið til flokkunar. AFP

Taln­ing stend­ur nú yfir í Simba­bve, þar sem for­seta- og þing­kosn­ing­ar fóru fram í dag. Biðraðir voru við kjör­stöðvar víða í land­inu og talið er að yfir 75% þeirra 5,6 millj­óna sem eru á kjör­skrá hafi mætt og greitt at­kvæði. Fimm daga gæti tekið að fá úr­slit kosn­ing­anna staðfest.

Elm­ar Brok, aðal­kosn­inga­eft­ir­litsmaður Evr­ópu­sam­bands­ins í Simba­bve, seg­ir við AFP-frétta­veit­una að kosn­inga­eft­ir­lits­menn muni skoða ákveðna þætti í fram­kvæmd kosn­ing­anna sem ekki hafi verið með felldu. Ekki sé vitað hvort um mynstur at­b­urða hafi verið að ræða eða hvort skipu­lag á ákveðnum kjör­stöðum hafi bara ekki verið eins og best væri á kosið.

Heilt yfir seg­ir Brok að þátt­taka hafi verið góð, sér­stak­lega á meðal ungs fólks og að kosn­ing­arn­ar hafi að mestu leyti farið friðsam­lega fram, sem sé já­kvætt.

Hvatti íbúa til að sýna biðlund

For­seti Simba­bve, Em­mer­son Mn­angagwa, sagði í dag á Twitter-síðu sinni að íbú­ar lands­ins hefðu kosið í anda gagn­kvæmr­ar virðing­ar og friðar. Hann hvatti íbúa til þess að sýna þol­in­mæði, en BBC grein­ir frá því að það gæti tekið allt að fimm daga til að fá staðfest kosn­inga­úr­slit.

„Gleym­um því ekki að al­veg sama hvernig við kus­um, erum við öll bræður og syst­ur og þetta land til­heyr­ir okk­ur öll­um,“ skrifaði for­set­inn á Twitter-síðu sína síðdeg­is.

Ef eng­inn fram­bjóðend­anna 23 í for­seta­kosn­ing­un­um fær meira en 50% at­kvæða upp úr kjör­köss­un­um verða aðrar kosn­ing­ar haldn­ar 8. sept­em­ber næst­kom­andi, á milli þeirra sem flest at­kvæði fá.



Talning er hafin í Simbabve. Þessi mynd er tekin í …
Taln­ing er haf­in í Simba­bve. Þessi mynd er tek­in í leik­skóla í höfuðborg­inni Har­are síðdeg­is í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert