Reiðir ættingjar gengu út

Intan Maizura Othman ræðir við blaðamenn að loknum fundinum.
Intan Maizura Othman ræðir við blaðamenn að loknum fundinum. AFP

Eng­ar nýj­ar vís­bend­ing­ar er að finna í nýrri op­in­berri skýrslu um hvers vegna flug­vél­in MH370 hvarf spor­laust fyr­ir rúm­um fjór­um árum með 239 manns inn­an­borðs.

Þetta segja ætt­ingj­ar þeirra sem voru um borð í vél Malaysia Air­lines eft­ir að fund­ur var hald­inn þar sem skýrsl­an var kynnt.

Þeir höfðu von­ast til þess að skýrsl­an myndi varpa nýju ljósi á það sem gerðist. Nítj­án manna hóp­ur á veg­um malasískra stjórn­valda stóð á bak við skýrsl­una.

Sarah Nor, móðir Norliakmar Hamid sem var farþegi í vélinni, …
Sarah Nor, móðir Norliak­m­ar Hamid sem var farþegi í vél­inni, græt­ur á fund­in­um í morg­un. AFP

Á fund­in­um var lýst í löngu máli hvarfi vél­ar­inn­ar og leit­inni sem fór fram í kjöl­farið. Sum­ir ætt­ingj­ar þeirra sem fór­ust með vél­inni gengu út af fund­in­um, óánægðir með niður­stöðu skýrsl­unn­ar og hversu fá svör þeir fengu.

„Þetta olli mér mikl­um von­brigðum,“ sagði Int­an Maizura Ot­hm­an en eig­inmaður henn­ar var flugþjónn um borð í vél­inni sem var á leiðinni frá Kuala Lump­ur til Pek­ing þegar hún hvarf í mars árið 2014.

„Ég er pirruð. Það er ekk­ert nýtt í skýrsl­unni. Þeir sem mættu á fund­inn frá sam­gönguráðuneyt­inu gátu ekki gefið nein svör því þeir skrifuðu ekki skýrsl­una.“

Skýrslan sem um ræðir.
Skýrsl­an sem um ræðir. AFP

G. Su­bramaniam, sem missti son sinn með vél­inni, sagði að marg­ir hafi verið reiðir vegna þeirra fáu svara sem feng­ust á fund­in­um.

Til stend­ur að birta skýrsl­una op­in­ber­lega síðar í dag.

Leitað var að braki MH370 á 120 þúsund fer­kíló­metra svæði í Ind­lands­hafi, án ár­ang­urs.

Þrír hlut­ar úr vél­inni hafa fund­ist, all­ir á vest­ur­strönd Ind­lands­hafs, þar á meðal tveggja metra væng­ur.

Kok Soo Chon kynnir skýrsluna.
Kok Soo Chon kynn­ir skýrsl­una. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert