Segir Guð eyða áhrifum kosningasvindls

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, greiddi atkvæði við Sherwood-skóla í Kwekwe …
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, greiddi atkvæði við Sherwood-skóla í Kwekwe í morgun. Talið er að litlu muni muna milli hans og Nelson Chamisa. AFP

Kjörstaðir í Simba­bve opnuðu í morg­un og hafa þegar mynd­ast mikl­ar raðir við marga kjörstaði. Nel­son Chamisa fram­bjóðandi seg­ir raðir við kjörstaði sviðsett­ar til þess að hafa áhrif á kjós­end­ur. 23 ein­stak­ling­ar eru í fram­boði til for­seta og talið er að litlu muni muna á fylgi sitj­andi for­seta, Em­mer­son Mn­angagwa, og hans helsta keppi­naut­ar, Chamisa.

Gagn­rýn­ir raðirn­ar

Nel­son Chamisa hef­ur tekið til Twitter til þess að gagn­rýna mynd­un langra raða við kjörstaði. Hann held­ur því fram að með ásettu ráði sé reynt að hafa áhrif á kosn­ingaþátt­töku, sér­stak­lega í Har­are, höfuðborg lands­ins. Hann tel­ur þó að hann muni sigra þar sem hann hafi Guð á bak við sig, en kosn­inga­bar­átta Chamisa hef­ur tekið mið af notk­un sam­fé­lags­miðla und­ir for­merkj­un­um #God­is­init, eða Guð er með'essu.

Stjórn­völd hafa til­kynnt að all­ir sem standa í röð fyr­ir lok­un kjörstaða fái að greiða at­kvæði í kosn­ing­un­um.

Fyrr­ver­andi for­seti Líb­eríu, Ell­en John­son-Sir­leaf, er meðal þeirra sem eru í land­inu að sinna kosn­inga­eft­ir­liti og hef­ur BBC  eft­ir henni að þess­ar löngu raðir sem hafa mynd­ast við kjörstaði sýni að fólk sé áhuga­samt um kosn­ing­arn­ar og að Simba­bve­bú­ar ótt­ist ekki að valdi verði beitt.

Sex­tán ár eru frá því Simba­bve samþykkti síðast að evr­ópsk­ir og banda­rísk­ir full­trú­ar fram­kvæmdu kosn­inga­eft­ir­lit í land­inu.

Robert Muga­be, sem var hrak­inn úr stóli for­seta 2017 eft­ir tæp 40 ár við völd, mætti á kjörstað til þess að kjósa Chamisa. Hann hafði lýst þess­ari af­stöðu sinni á blaðamanna­fundi í gær, en Muga­be er fyrr­ver­andi flokks­bróðir Mn­angagwa.

Fá­tækt og óstöðug­leiki

Árið 2007 var verðbólga 24.411% sam­kvæmt mæl­ing­um heims­bank­ans. Bank­inn hef­ur ekki töl­ur fyr­ir árin 2008 og 2009, en sam­kvæmt seðlabanka Simba­bve náði verðbólg­an  í júlí 2008 231 millj­ón%.  Eft­ir að verðbólg­an mæld­ist 80 millj­arðar% í nóv­em­ber sama ár gáf­ust hag­fræðing­ar upp og hættu að mæla verðbólgu í land­inu.

Muga­be hef­ur sí­fellt haldið því fram að efna­hags­leg­ar ógöng­ur lands­ins hafi verið af­leiðing alþjóðlegs sam­sær­is gegn land­inu. Landið tók þó upp doll­ar þegar stjórn­völd­um var ljóst að ekki var hægt að stöðva verðbólg­una.

Um það bil 21% íbúa búa við sára fá­tækt og lifa á jafn­v­irði 200 ís­lenskra króna á dag eða minna. Þá upp­lifa 27% barna skerðingu á lík­am­leg­um þroska vegna nær­ing­ar­skorts og er áætlaður líf­ald­ur að meðaltali 61 ár.

Efna­hag­ur­inn hef­ur tekið að vaxa síðustu ár og hafa lífs­kjör batnað nokkuð, en helstu tveir fram­bjóðend­ur í kosn­ing­un­um hafa boðað ýms­ar um­bæt­ur er tengj­ast efna­hags­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert