Segir engin dæmi um kosningasvik

Atkvæði talin á kjörstað í Mbare, úthverfi Harare sem er …
Atkvæði talin á kjörstað í Mbare, úthverfi Harare sem er höfuðborg Simbabve. AFP

Yfirkjörstjórn Simbabve lýsti því í dag yfir að ekki hefðu verið nein dæmi um kosningasvik í forseta-, þing- og sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram í landinu í gær. Yfirkjörstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni, en stjórnarandstaðan lýsti því yfir strax í gær að gallar hefðu verið á kosningaferlinu.

„Við erum þess að algjörlega fullviss að ekkert var um svik [...] við í yfirkjörstjórn Simbabve stelum ekki vali [kjósenda] á leiðtoga og við gröfum ekki undan vilja þeirra,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Priscilla Chiguma, formanni yfirkjörstjórnar.

Kjörstjórnin hefur verið sökuð um að eiga hlut að máli í fyrri kosningum, sem gallar hafa verið á.

Em­mer­son Mn­angagwa, leiðtogi stjórn­ar­flokks­ins Zanu-PF, og Nel­son Chamisa, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, sem líklegastir eru taldir til að bítast um forsetaembættið, eru að sögn BBC báðir sigurvissir.

Talning stendur nú yfir, en talið er að yfir 75% þeirra 5,6 millj­óna sem eru á kjör­skrá hafi mætt og greitt at­kvæði og að það geti tekið fimm daga að fá úr­slit kosn­ing­anna staðfest.

Mnangagwa, sem er starfandi forseti, sagðist hafa fengið „einstaklega jákvæðar“ upplýsingar, á meðan Chamisa sagði flokk sinn vera að vinna „afgerandi sigur“.

Kosningaeftirlitsmenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna fengu að fylgjast með kosningunum í gær og er það í fyrsta skipti í 17 ár sem það er leyft.

Elm­ar Brok, aðal­kosn­inga­eft­ir­litsmaður Evr­ópu­sam­bands­ins í Simba­bve, sagði við AFP-frétta­veit­una í gærkvöldið að kosn­inga­eft­ir­lits­menn muni skoða ákveðna þætti í fram­kvæmd kosn­ing­anna sem ekki hafi verið með felldu. Ekki sé vitað hvort um mynstur at­b­urða hafi verið að ræða eða hvort skipu­lag á ákveðnum kjör­stöðum hafi bara ekki verið eins og best væri á kosið.

Heilt yfir hafi þátt­taka verið góð, sér­stak­lega á meðal ungs fólks og að kosn­ing­arn­ar hafi að mestu leyti farið friðsam­lega fram, sem sé já­kvætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka