Fordæma notkun hervalds í Harare

00:00
00:00

Her­inn í Simba­bve greip til vopna í dag, gegn mót­mæl­end­um úr röðum stjórn­ar­and­stæðinga. Þrír hafa lát­ist, en gríðarleg ólga er í höfuðborg­inni Har­are og víðar eft­ir að ljóst varð að stjórn­ar­flokk­ur­inn ZANU-PF hefði hlotið meiri­hluta í þingi lands­ins.

Stjórn­ar­and­stæðing­ar segja brögð vera í tafli og for­dæma beit­ingu hervalds gegn mót­mæl­end­um.

Kosn­inga­eft­ir­lits­menn frá Evr­ópu­sam­band­inu sögðu í dag að í mörg­um til­fell­um hefði und­ir­bún­ing­ur, fjár­mögn­un, fjöl­miðlaum­fjöll­un en „von­andi ekki taln­ing at­kvæða“ verið stjórn­ar­flokkn­um í hag. Þetta voru orð Elm­ars Brok, sem er æðsti kosn­inga­eft­ir­litsmaður ESB í land­inu.

Ekki er þó enn ljóst hver verður for­seti lands­ins, en kosið var á mánu­dag, sam­hliða þing­kosn­ing­um.

Nel­son Chamisa, formaður stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins MDC, hef­ur lýst yfir sigri í for­seta­kjör­inu, en leiðtogi ZANU-PF og sitj­andi for­seti, Em­mer­son Mn­angagwa, seg­ist einnig bjart­sýnn á sig­ur.

Átök dagsins í Harare kostuðu alla vega þrjá lífið.
Átök dags­ins í Har­are kostuðu alla vega þrjá lífið. AFP

For­dæma aðgerðir dags­ins

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn MDC hef­ur for­dæmt aðgerðir hers­ins í dag og sagði talsmaður flokks­ins, Nkulu­eleko Si­banda, að skriðdrek­ar hefðu fyllt göt­urn­ar og skotið hefði verið á mót­mæl­end­ur af engri ástæðu.

„Við for­dæm­um í hörðustu mein­ingu orðsins aðgerðirn­ar sem gripið var til í dag,“ sagði Si­banda við blaðamenn í Har­are.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert