Liðsmenn Pussy Riot lausir úr haldi

Liðsmaður Pussy Riot á leiðinni í réttarsalinn í gær.
Liðsmaður Pussy Riot á leiðinni í réttarsalinn í gær. AFP

Rússneska lögreglan sleppti óvænt úr haldi fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Pussy Riot skömmu eftir miðnætti.

Einn þeirra, Pyotr Verzilov, greindi frá þessu á Twitter.

Þeir eiga enn yfir höfði sér ákærur fyrir að hafa hlaupið inn á völlinn í miðjum úrslitaleik HM í knattspyrnu í Rússlandi.

Liðsmennirnir fjórir voru handteknir aftur fyrir tveimur dögum eftir að þeir höfðu setið af sér fimmtán daga dóm fyrir að farið inn á völlinn klæddir lögreglubúningum 15. júlí.

Þau Verziloz, Veronika Nikulshina, Olga Kuracheva og Olga Pakhtusova voru einnig sektuð fyrir að klæðast búningunum.

„Frjáls eftir 16 daga í haldi!“ skrifaði Verzilove á Twitter og setti þar einnig mynd af þeim dansandi á bílastæði.

Veronika Nikulshina.
Veronika Nikulshina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert