Aldrei áður hefur meðalhiti í einum mánuði mælst jafnhár á jörðinni og í þjóðgarðinum í Dauðadalnum í Kaliforníu nú í júlí. Hitastigið var 42,3°C að meðaltali á sólarhring og þar með er hitametið frá því í fyrra slegið. Síðasta sumar mældist þar hærri hiti í júlí en síðustu hundrað árin þar á undan.
Dauðadalurinn (Death Valley) er einn heitasti staður í víðri veröld. Hitamet hafa fallið víða á norðurhveli jarðar síðustu vikur.
Í júlí mældist tæplega 50 stiga hiti í dalnum í 21 dag. Í fjóra daga mældist hitinn tæplega 52°C.
Hæstur hiti í Dauðadalnum mældist hins vegar 30. júní árið 2013 eða tæplega 54 stig.
Frétt Washington Post um málið.