Dauði mótmælenda verði rannsakaður

Frá mótmælum stjórnarandstæðinga í gær.
Frá mótmælum stjórnarandstæðinga í gær. AFP

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, vill að sjálfstæð rannsókn fari fram á dauða þriggja mótmælenda í höfuðborginni Harare í gær.

Þeir voru drepnir í skothríð hermanna meðan á mótmælum stjórnarandstæðinga stóð.

Mnangagwa vill leysa deilur á friðsamlegan hátt í landinu.

„Við trúum á gegnsæi og að fólk beri ábyrgð á gjörðum sínum. Það á að finna þá sem báru ábyrgð á þessu og rétta yfir þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að stjórnvöld hefðu átt samtöl við Nelson Chamisa, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, vegna málsins.  

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert