Eiffel-turninn opnar á ný eftir verkfall

Lokað hefur verið fyrir aðgengi að Eiffel-turninum frá því í …
Lokað hefur verið fyrir aðgengi að Eiffel-turninum frá því í gær vegna verkfalls starfsmanna í turninum. AFP

Eif­fel-turn­inn, helsta kenni­leiti Parísar og Frakk­lands, hefur verið lokaður fyrir almenningi frá því í gær vegna verkfalls starfsmanna við turninn. Stjórnendur rekstrar Eiffel-turnsins og verkalýðsfélög komust að samkomulagi í kvöld um að opna turninn á ný á morgun.

Blásið var til verkfalls vegna óánægju meðal starfsmanna við turninn um nýja aðgangsstefnu við turninn. Starfsmenn segja að nýja fyrirkomulagið auki biðraðir. Lausn í deilunni náðist í dag og því má búast við löngum röðum við turninn á morgun þegar hann opnar á ný, en hvort það tengist nýja fyrirkomulaginu eða þeirri staðreynd að turninn hefur verið lokaður í rúman sólarhring skal ósagt látið.

Hitabylgja er í París líkt og víðar í Evrópu og …
Hitabylgja er í París líkt og víðar í Evrópu og nýtti fólk sér tækifærið og kældi sig niður í nágrenni Eiffel-turnsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert