Mnangwa kjörinn forseti Simbabve

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. AFP

Emmerson Mnangwa, sitjandi forseti í Simbabve, hlaut meirihluta atkvæða í forsetakosningunum í Simbabve. Yfirkjörstjórn landsins greindi frá því í kvöld að Mnangwa hlaut 50,8 prósent atkvæða en Nelson Chamisa 44,3 prósent.

Þar sem Mnangwa hlaut meira en helming atkvæða þarf ekki að grípa til annarrar umferðar í kosningunum, sem eru þær fyrstu síðan fyrrverandi forseta landsins, Robert Mugabe, var steypt af stóli í fyrra. Mn­angagwa tók við embætti for­seta Simba­bve í desember eftir fráhvarf Mugabe og skipaði hann nýja stjórn í landinu sem var að mestu skipuð ráðherr­um sem fyr­ir voru í stjórn fyrr­ver­andi for­set­ans. 

Þing- og forsetakosningar fóru fram á mánudag og hafa kjósendur beðið í ofvæni eftir niðurstöðum. Her­menn og lög­reglu­menn rýmdu göt­ur í miðborg Har­are, höfuðborg­ar Simba­bve, í morg­un en í gær voru þrír mót­mæl­end­ur úr röðum stjórn­ar­and­stæðinga skotn­ir til bana.

Nel­son Chamisa, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, seg­ir að brögð hafi verið í tafli í kosn­ing­un­um.

Nelson Chamisa, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Simbabve.
Nelson Chamisa, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Simbabve. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert