Íslendingur handtekinn af ísraelska hernum

Frá mótmælum við Gaza-ströndina í dag.
Frá mótmælum við Gaza-ströndina í dag. AFP

Íslendingur var handtekinn við landamæri Ísraels og Gaza-strandarinnar í dag. Ísraelski herinn stendur að handtökunni og voru 12 aðgerðasinnar frá Ísrael, Englandi og Íslandi í hópi hinna handteknu.

Greint er frá aðgerðunum á Facebook-síðu samstöðusamtakanna ISM, International Solidarity Movement. Þar segir að aðgerðarsinnarnir hafi verið að mótmæla með friðsamlegum hætti þegar þeir voru handteknir. Fjórir hinna handteknu voru beittir ofbeldi við aðgerðirnar, þrír Ísraelar og einn Englendingur.

Samtökin birtu myndskeið af samtökunum sem má sjá hér fyrir neðan:

Átök á Gaza-svæðinu hafa stig­magn­ast síðustu vikur og hafa skipulögð mótmæli farið fram á landamærunum nær vikulega frá því að átök brutust út í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert