Nokkrir létust þegar tvær flugvélar hröpuðu í Sviss í dag. Um tvo aðskilda atburði var að ræða. Í fyrra tilvikinu var um að ræða flugvél með ferðamenn, par og tvö ung börn þeirra. Vélin hrapaði í skógi í Nidwald-kantónunni í miðhluta Sviss og gjöreyðilagðist. Kviknuðu gróðureldar þar sem hún skall til jarðar.
Seinna atvikið átti sér stað í Grisons-kantónunni. Þar hrapaði lítil flugvél með ferðamenn utan í fjallshlíð í Piz Segnas í Ölpunum. Að sögn svissnesku lögreglunnar liggur ekki fyrir hve margir létust í því flugslysi.
Tildrög flugslysanna liggja ekki fyrir og eru þau nú til rannsóknar hjá lögreglu.